Aron Can semur við Sony: „Okkur langar að fara að leita aðeins meira út fyrir landsteinana“

Auglýsing

Rapparinn Aron Can hefur skrifað undir samning við útgáfurisann Sony. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Aron segir í samtali við Fréttablaðið að þetta sé geðveikt skref og að hann ætli bráðum að gefa út nýtt efni.

Myndband: Aron Can les fáránlega jákvæð ummæli um sjálfan sig af Twitter, sjáðu myndbandið

Í Fréttablaðinu kemur fram að útsendarar Sony í Danmörku hafi komið sérstaklega til landsins til að semja við Aron og að þeir hafi tekið með sér kampavínsflösku. Sony gefur meðal annars út listamenn á borð við Beyoncé, Justin Timberlake og fleiri risa.

Aron segir í samtali við Fréttablaðið að samningurinn opni margar dyr. „Okkur langar að fara að leita aðeins meira út fyrir landsteinana – þetta er klárt tækifæri til þess,“ segir hann.

Auglýsing

Spurður hvort hann hafi fundið fyrir miklum áhuga að utan segir Aron svo vera og að hann hafi fengið tilboð um að koma fram á Norðurlöndunum. „Ég fæ líka sturlað mikið af skilaboðum á Facebook sem eru bara „ég og konan mín vorum í brúðkaupsferðalagi á Íslandi og heyrðum lagið þitt og höfum verið að hlusta á þig á hverjum degi síðan þá“. Fólk alls staðar að,“ segir Aron í samtali við Fréttablaðið.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram