Bandaríski grínistinn Jim Norton pissaði í Bláa lónið: „Ég gerði það — ég veit ekki af hverju“

Bandaríski grínistinn Jim Norton var staddur hér á landi á dögunum og segir að ekkert sé að gera á Íslandi, sem hann kallar land alkahólista. Þetta kom fram í spjallþætti hans á Youtube. Hann naut þó ferðarinnar og skellti sér þó í Bláa lónið en viðurkennir að hafa pissað í það. Horfðu á þáttinn hér fyrir ofan.

Jim Norton er nokkuð þekktur grínisti og gaf nýlega út uppistandið Mothful of Shame á Netflix. Hann hefur komið fram í fjölmörgum sjónvarpsþáttum og kvikmyndum, oftar en ekki sem hann sjálfur, ásamt því að vera reglulegur gestur í spjallþáttum í Bandaríkjunum.

„Þegar ég var búinn að vera á Íslandi í sex daga leið mér eins og ég hafði þar í heilan mánuð,“ sagði hann um dvölina á Íslandi en viðurkennir að hann hafi notið dvalarnir og meira að segja lengt ferðalagið um tvo daga. „Þetta var mjög skemmtileg ferð.“

Hann sagði að maður sé fljótur að klára það sem hægt er að gera á Íslandi en bætir við að hann hafi hvorki farið upp á jökul eða skoðað eldfjall. Hann fór samt á Reðasafnið og naut þess mjög.

Það sem blasti við honum þegar hann fór út í miðborg Reykjavíkur aðfaranótt sunnudags virðist hafa komið honum á óvart. „Þetta var klikkað — hvernig þau drekka þarna. Ísland er þjóð alkahólista. Það er ekkert að gera þarna á veturna, þannig að þau drekka.“

Jim fór einnig í Bláa lónið og var afar ánægður með það. „Þetta er eins og að vera í Dauðahafinu. Ef maður fer í kaf skýst maður aftur upp,“ sagði hann og viðurkenndi að hafa pissað í lónið.

Ég hélt að þetta yrði ömurlegt en það voru allir þarna svo vinalegir — þvílíkt góð upplifun.

Hann viðurkenndi einnig að hafa pissað í einkalónið sem fylgdi hótelherberginu en gat ekki útskýrt af hverju. „Ég gerði það —  ég veit ekki af hverju.“

Jim hyggst snúa aftur til Íslands yfir vetrartímann og er sérstaklega spenntur fyrir annarri ferð í Bláa lónið. „Það er víst ótrúlegt þegar það er frost úti,“ segir hann. Þá var hann afar ánægður með hóteldvölina í Bláa lóninu sem hann segir að hafi verið sú besta sem hann hafi upplifað.

Auglýsing

læk

Instagram