Bensínverð á Íslandi lækkar um aðeins 12 prósent á meðan heimsmarkaðsverð hrynur

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur fallið um 57 prósent á rúmu ári á sama tíma og útsöluverð íslensku olíufélaganna hefur lækkað um aðeins 12,1 prósent. Þetta kemur fram í úttekt Kjarnans.

Heimsmarkaðsverð á Olíu hefur ekki verið lægra síðan á árinu 2009.

Í úttekt Kjarnans kemur fram að íslensku olíufélögin hafi aukið álagningu sína í stað þess að lækka verðið og taka þannig til sín það svigrúm sem skapaðist vegna lækkunar á heimsmarkaðsverði í stað þess að skila því til neytenda.

FÍB áætlar að hækkun á álagningu hafi aukið útgjöld neytenda um hálfan milljarð króna á einu ári.

Auglýsing

læk

Instagram