Bill Cosby viðurkenndi að hafa byrlað konum lyf í kynferðislegum tilgangi árið 2005

Bill Cosby viðurkenndi í vitnaleiðslum árið 2005 að hafa byrlað ungum konum sem hann langaði að stunda kynlíf með lyf. Þetta kemur fram á vef Associated Press.

Fjöldi kvenna hefur stigið fram og sakað Bill Cosby um nauðgun. Hann hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu og verður ekki ákærður af bandarískum dómsmálayfirvöldum þar sem saksóknarar segja brotin fyrnd.

Sjá einnig: Amy Schumer tæklar nauðgunarmál Bill Cosby

Lögmenn fjölda fórnarlamba Cosby segja að gögnin sem AP greinir frá sanni að Cosby hafi byrlað konum lyf til að nauðga þeim. Lögfræðingar Cosby segja hins vegar að konurnar hafi vitað að þær væru að taka inn lyf frá leikaranum.

Lögmenn Cosby börðust gegn því að gögnin yrðu birt og sögðu að þau væru vandræðaleg fyrir hann. Dómari hefur heimilað birtingu hluta gagnanna.

 

 

„Þetta skipt­ir miklu máli þar sem hann hef­ur reynt að fela sann­leik­ann frá al­menn­ingi í mörg ár. Svo við erum mjög þakk­lát að sann­leik­ur­inn sé nú ljós,“ sagði Gloria All­red, lögmaður konu sem tal­in er vera fórn­ar­lamb sjón­varps­stjörn­unn­ar Bill Cos­by, í tilefni af birtingu gagnanna.

Auglýsing

læk

Instagram