Bill Murray bjargar jólunum

Bill Murray er til alls líklegur. Nú ætlar hann að gera jólin frábær.

Murray sagði á dögunum í viðtali við tímaritið Variety að hann ætli að koma fram í sérstökum jólaþætti þar sem hann flytur sígild jólalög. Ekki nóg með það, þá ætlar leikstjórinn Sofia Coppola, sem leikstýrði Murray í Lost in Translation, að stýra leikaranum í þessum óvenjulega þætti.

Í viðtalinu við Variety sagði Murray að þátturinn verði ekki í beinni útsendingu:

„Við ætlum að gera þetta að lítilli kvikmynd. Hún verður þó ekki í neinum föstum skorðum en það verður tónlist. Og áferð. Það verður þráður í gegnum þáttinn sem við erum að skrifa. Það veður prósa.

Coppola staðfesti við Variety að Murray sé ekki að fara með fleipur. „Við erum að vinna að jólaþætti,“ sagði hún. „Veit ekki hvenær hann fer í loftið. En ég vil heyra hann syngja óskalögin mín.“

Auglýsing

læk

Instagram