Bloggarar gagnrýna umfjöllun Kastljóss: „Mér fannst framsetningin á þessu hreint út sagt ömurleg“

Umfjöllun Kastljóssins um lífsstílsbloggara í gærkvöldi vakti mikla athygli. Margir hafa gagnrýnt umfjöllunina á samfélagsmiðlum og bloggari sem rætt var við í Kastljósinu er í sjokki yfir þættinum og segir að hreinlega allt hafi verið slitið úr samhengi.

Í Kastljósinu var fjallað um lífsstílsbloggara og vörur sem þeir fjalla um á síðum sínum. Þessu var blandað saman við umfjöllun um útlitsdýrkun og átröskun. Í þættinum var rætt við bloggarana Línu Birgittu Camillu og Þórunni Ívarsdóttur. Sú síðarnefnda ræddi um umfjöllun Kastljóss í morgunþættinum Brennslunni á FM957 í morgun og var afar ósátt.

„Ég er í smá sjokki fyrir þessu,“ sagði hún í Brennslunni.

Það var eins og það væri verið að setja okkur öll undir sama hattinn. Að við værum öll með átröskun, að við værum öll veik. Ég held að 95% af okkur séu bara heilbrigt og flott fólk.

Þórunn segir að viðtalið við sig hafi verið tekið úr samhengi og að það hafi verið myndskreytt með efni sem tilheyrði henni ekki. „Þegar ég er að tala eru birtar myndir af síðunni hennar Línu, af allskonar rössum sem ég myndi aldrei birta. Mér fannst framsetningin á þessu hreint út sagt ömurleg.“ sagði hún í Brennslunni.

Þá segir hún að ekki hafi verið fengið leyfi til að nota myndbönd hennar af Snapchat. „Það eru mjög margir brjálaðir yfir því að vera settir undir þennan sama hátt,“ sagði hún.

Mikil umræða skapaðist um málið á Twitter og voru margir ósáttir.

https://twitter.com/andrearofn/status/699685126003884032

Bloggarinn Hildur Ragnarsdóttir var einnig í viðtali í Brennslunni. Hún sagði að umfjöllun Kastljóss hafi verið einkennileg. „Það fór óstjórnlega í taugarnar á mér að umræðan væri sett þannig fram að allir bloggarar væru haldnir útlitsdýrkun og að allir bloggarar fái fullt af drasli,“ sagði hún.

Hér má hlusta á viðtalið við Þórunni í Brennslunni.

Auglýsing

læk

Instagram