Bolur fyrir þá sem fá ekki fálkaorðu

Fálkaorðan verður veitt á Bessastöðum í dag eins og venjan er á fyrsta degi ársins. Þú þarft ekki að örvænta ef þú ert ekki á meðal þeirra útvöldu.

Hægt er að panta sérstaka fálkaorðuboli á vef Teespring. Í lýsingunni er fólk hvatt til að bíða ekki eftir að Guðni Ágústsson, formaður orðunefndar, uppgvöti ágæti þess:

Ágæti þitt er með orðum aukið. Nú getur þú fengið þína eigin fálkaorðu áfasta á vönduðum stuttermabol. Ekki bíða eftir að Guðni uppgötvi ágæti þitt, áttaðu þig á eigin ágæti og verðlaunaðu þig fyrir!

Smelltu hér til að panta bol.

Fyrirkomulagið er þannig að ákveðið margir þurfa að panta bol svo hann verði framleiddur. Eins og staðan er núna þurfa fjórir í viðbót að panta.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var sæmdur stórkrossi hinnar íslensku fálkaorðu þann 13. desember síðastliðinn. Það var örskýrt hér.

Auglýsing

læk

Instagram