Dæmi um að Íslendingar hafi svipt sig lífi vegna skjáfíknar: „Sem betur fer hafa þeir ekki verið margir“

Eyjólfur Örn Jónsson, sálfræðingur sem hefur sérhæft sig í meðhöndlun fólks sem haldið er tölvu- eða skjáfíkn, segir að dæmi séu um að Íslendingar hafi svipt sig lífi vegna skjáfíknar. Hann segir skjáfíkn vera vaxandi vandamál með tilkomu samfélagsmiðla. Eyjólfur var gestur í lokaþætti Sítengd – veröld samfélagsmiðla á RÚV í gærkvöldi.

Sjá einnig: Halldóra ræðir samfélagsmiðlafíkn sína: „Búin að ná fimm tíma svefni á síðustu þremur dögum“

 Hann segir flesta sem leita sér hjálpar vegna skjáfíknar hér á landi vera á aldrinum fimmtán til tuttugu og fimm ára. Hann segir að þegar einstaklingar átti sig á því hvert þeir eru komnir fyllist þeir af rosalegri depurð og ofboðslega miklu þunglyndi. Þá fari þeir að upplifa tölvuna sem einhvers konar bjargvætt sem þeir geta ekki slitið sig frá.

„Þar sem að tilhugsunin um að fara frá tölvunni jafngildir því að vilja deyja. Þegar það verður raunin, þá sjáum við oft einstaklinga fara yfir það að pissa í flöskur og kúka í kassa jafnvel. Þeir bara stíga ekki upp frá tölvunni því að tilhugsunin er, ef ég stíg upp frá tölvunni þá langar mig ekki að vera til lengur,“ er haft eftir Eyjólfi á vef RÚV.

Hann segir nokkra sem hafa sótt meðferð við skjáfíkn hafa svipt sig lífi. Þeir einstaklingar hafi verið á aldrinum fimmtán til tuttugu ára en hafi sem betur fer ekki verið margir. „ En það hefur endað þannig já,“ segir Eyjólfur.

Auglýsing

læk

Instagram