Easy Jet stefnir á 110 ferðir frá Íslandi á mánuði – Lofa 40 milljarða tekjum

Flugfélagið EasyJet hefur kynnt áform sín um stóraukin umsvif í flugi til og frá landinu. Í lok október hefur EasyJet flug frá Keflavík til Gatwick-flugvallar í London og til Genfar í Sviss. Í desember byrjar flugfélagið svo að fljúga frá Íslandi til Belfast á Norður Írlandi.

Frá og með febrúar á næsta ári verða brottfarir EasyJet frá Íslandi 110 í hverjum mánuði samanborið 52 nú í júlí. Í fréttatilkynningu kemur fram að með aukningunni verður EasyJet næstumsvifamesta flugfélag á Íslandi næsta vetur.

Í tilkynningu frá EasyJet kemur fram að tvöföldun á umsvifum flugfélagsins þýði að ferðamenn sem koma með félaginu skilji eftir sig 40 milljarða íslenskra króna í gjaldeyristekjur á næsta ári. Ákvörðun EasyJet gæti því haft áhrif á hagvöxt á næsta ári. Þá mun meirihlutinn af þeim 190.000 ferðamönnum sem koma með EasyJet koma að vetri til, sem bætir verulega nýtingu á hótelrými og bílaleigubílum svo dæmi sé tekið.

Auglýsing

læk

Instagram