Edda Björk gagnrýnir lögregluna á Íslandi: „Fyrirlít þessi vinnubrögð“

Edda Björk Arnardóttir, sem á dögunum var dæmd í 20 mánaða óskilorðsbundið fangelsi í Noregi, er harðorð í garð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem hún segir fjársvelta og máttvana. Hún furðar sig á vinnuaðferðum rannsóknarlögreglunnar og segir embættið öflugt þegar „fórnarlömb þeirra eru 10 og 12 ára börn.“

Þetta skrifar Edda Björk á Facebook-síðu sína í dag og segir sig ekki eina um þessa skoðun. Í færsluna merkir hún síðan formann þingflokks Sjálfstæðisflokksins, Hildi Sverrisdóttur. Ekki er vitað hvernig hún tengist Eddu Björk.

Edda Björk dæmd í fangelsi: Dómurinn var einróma

Grunuð um sama brot og í Noregi

„Fyrir núna rúmum 4 vikum fékk ég símtal frá lögreglumanni sem tjáir mér að ég fari með stöðu sakbornings. Þegar ég spyr á hvaða lagagrundvelli það sé tjáir hann mér blessaður að það sé vegna 193gr sem er sama og ég var dæmd fyrir í Noregi,“ skrifar Edda Björk sem segist ekki enn vita sakarefnið.

Sagan öll um Eddu Björk og brottnumdu börnin

„En núna þessum 29 dögum seinna veit ég ekki ennþá hvert sakarefnið er því ég hef ekki verið boðuð í skýrslutöku eða hefur tjáður maður hringt tilbaka eftir fjöldamörg skilaboð sem ég hef lagt fyrir hann. Ég hef eins og aðrir rétt á að vera kynnt sakarefnið og er alveg fáránlegt að mér hafi ekki verið kynnt þau ennþá. Fólki er haldið í limbói bara eftir hentisemi!“ skrifar Edda Björk.

Öflugir ef fórnarlömbin eru börn

Þá skrifar Edda Björk að hún telji embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu mjög fjársvelt og máttvana þegar kemur að flestu „en því öflugri eru þeir þegar fórnarlömb þeirra eru 10 og 12 ára börn. Þá er öllu tjaldað til. Svipað og þegar ráðist er gegn mannsali….“

Hún segist fyrirlíta vinnubrögðin og tekur fram að hún sé ekki ein um það.

Auglýsing

læk

Instagram