Egill Ólafs syngur Hátíð í bæ í takt við tímann: „Hann fékk bók en hún fékk ekkert minna“

Auglýsing

Egill Ólafsson, tónlistarmaður hefur tekið upp á því að breyta textanum í jólalaginu vinsæla Hátíð í bæ. Í stað þess að syngja: „Hann fékk bók en hún fékk nál og tvinna,“ syngur Egill: „Hann fékk bók en hún fékk ekkert minna.“ Egill hefur gert þetta í nokkur skipti opinberlega og segir breytinguna fara vel við þá umræðu sem er í samfélaginu um þessar mundir.

Það var Una Hildardóttir sem vakti máls á þessu á Twitter. „Litlu hlutirnir gera svo mikið,“ skrifaði Una með færslunni.

Egill segir í samtali við Nútímann að nauðsynlegt sé að sýna í verki að við séum að reyna að taka okkur á. „Hún á ekkert að fá nál og tvinna, það gengur ekki. Með fullri virðingu fyrir handverki,“ segir hann.

Auglýsing

Hann segir nauðsynlegt að rétta hlut kvenna í samfélaginu. „Við erum í samfélagi við konur og það er rétt að huga að því að þetta er sama dýrategundin.“

Hlustaðu á lagið hér að neðan

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram