Eiginkona Chris Cornell sendir frá sér yfirlýsingu, kennir kvíðalyfjum um sjálfsvígið

Auglýsing

Vicky Cornell, eiginkona söngvarans Chris Cornell, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún minnist eiginmanns síns, sem fannst látinn að morgni fimmtudags. Hann var 52 ára gamall. Hún veltir fyrir sér hvort hægt sé að kenna of stórum skammti af kvíðalyfjum um sjálfsvíg Cornell.

„Ekkert mun fylla upp í tómið sem dauði Chris skilur eftir sig. Eins og allir sem hann þekktu vita þá var Chris góður faðir og eiginmaður. Hann var besti vinur minn,“ segir Vicky í yfirlýsingu sinni.

Heimur hans snerist fyrst og fremst um fjölskylduna en tónlistin var í öðru sæti. Hann flaug heim á mæðradaginn til að eyða tíma með fjölskyldu sinni. Hann fór svo á miðvikudaginn eftir að hafa varið tíma með börnunum okkar. Þegar við töluðum saman eftir síðustu tónleikana hans þá ræddum við um frí og fleira sem okkur langaði að gera saman.

Chris Cornell hengdi sig á hótelherbergi eftir tónleika hljómsveitarinnar Soundgarden á miðvikudagskvöld. Vicky segist hafa talað við hann í síma eftir tónleikana og að hann hafi ekki verið með sjálfum sér.

„Ég tók eftir því að hann var óskýr í tali. Hann var öðruvísi. Þegar hann sagði mér að hann hafi tekið kannski einum og margar Ativan (kvíðalyf) hafði ég samband við öryggisverði og óskaði eftir því að þeir myndu athuga með hann,“ sagði hún.

Auglýsing

„Það sem gerðist er óútskýranlegt og ég vona að frekari rannsóknir leiði í nýjar upplýsingar í ljós. Ég veit að hann elskaði börnin okkar og myndi aldrei særa þau viljandi með því að svipta sig lífi.“

Á meðal hliðarverkana Ativan eru ofsóknaræði, sjálfsvígshugsanir, óskýrmælgi og skert dómgreind, samkvæmt Kirk Pasich lögmanni Vicky Cornell.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram