Engin Lína um helgina: Ágústa Eva raddlaus

Þremur sýningum af Línu Langsokki var aflýst um helgina eftir að aðalleikkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir fékk vírus í raddböndin. Þetta kemur fram á Pjatt.is.

Þau sem áttu miða um helgina geta haft samband við miðasölu Borgarleikhússins, sem greiðir úr flækjunni.

Í samtali við Pjatt segir Ágústa Eva að hún hafi rétt byrjað að geta talað í dag:

Ég var með einhverja ertingu í hálsinum í tvo daga svo spratt þetta upp á fjórum klukkutímum á föstudagskvöldinu. Um klukkan sjö varð ég hás og á miðnætti var ég bara orðin alveg raddlaus, kom ekki upp orði. Ég hef fengið svona einu sinni áður en þá lék ég í Englum Alheimsins. Þetta var samt ekki svona mikið þá, rétt slapp. Vanalega tekur svona sýking bara nokkra daga og gengur yfir en ég er með raddþjálfara sem ætlar að hjálpa mér að passa röddina svo ég geti notað hana.

Fjórar sýningar verða á Línu í Borgarleikhúsinu um næstu helgi. Þá verður kvikmyndin Borgríki 2, Blóð hraustra manna, frumsýnd á föstudaginn en Ágústa Eva fer með stórt hlutverk í henni.

Auglýsing

læk

Instagram