Faðir 16 ára stúlku sem átti að leika fullnægingu ósáttur, Steindi vonar að fjölskyldan finni styrk

Faðirinn Stefán Birkisson varð afar ósáttur þegar sextán ára dóttir hans dró spil í borðskilinu Skellur á jóladag en samkvæmt því átti hún að leika fullnægingu.

Sjá einnig: Auddi, Steindi og Egill senda frá sér borðspil: „Erfitt að spila spilið án þess að gráta úr hlátri“

Steindi Jr., einn af höfundum spilsins, segist vonast til þess að fjölskyldan finni styrk til að jafna sig á þessu og segir spilið fyrst og fremst til gamans gert.

Þetta kemur fram á Vísi sem fjallar um málið.

Stefán telur að sum verkefni spilsins séu ekki við hæfi barna en spilið er sagt ætlað öllum sem hafa náð 10 ára aldri. Í spilinu er meðal annars að finna orðin sleipiefni, smokkur og graðfoli.

„Á þetta að vera fyndið? Mér liggur næst við að fara og fá þetta endurgreitt því mér finnst þetta svo gjörsamlega út í hött,“ segir faðirinn í samtali við Vísi.

Auðunn Blöndal, Steindi og Egill Einarsson senda spilið frá sér í nóvember.

„Það er lítið annað hægt að gera á Sauðárkróki en að spila og sú reynsla sem Auðunn Blöndal fékk við að búa í þeim smábæ var ómetanleg við gerð spilsins,“ var haft eftir strákunum í tilkynningu.

Auglýsing

læk

Instagram