Fellibylurinn Dorian nálgast Bandaríkin

Fellibylurinn Dorian sem gengið hefur yfir Bahamaeyjar síðustu daga og valdið mikilli eyðileggingu, nálgast nú óðfluga strendur Bandaríkjanna.

Stormurinn stefndi í fyrstu að Flórída en hefur nú breytt um stefnu og er talið að hann muni skella á Karólíufylki í fyrramálið.

Íbúar Karólínufylkja eru farnir að finna fyrir storminum og er unnið að því að koma fólki í skjól. Nú þegar eru um 115 þúsund íbúar suður-Karólínu og Georgíu orðin án rafmagns.

Eins og áður sagði hefur fellibylurinn skilið eftir sig mikla eyðileggingu á Bahamaeyjum og er nú talið að um 20 manns þar hafi látið lífið á síðustu dögum. Sjá einnig: Fellibylurinn Dorian.

 

Auglýsing

læk

Instagram