Þúsundir mótmæla á Austurvelli

Fólk er byrjað að safnast saman á Austurvelli en mótmæli hafa verið boðuð klukkan 17. Sjáðu beina útsendingu frá Austurvelli hér fyrir neðan.

Uppfært kl. 17.31: Þúsundir eru samankomin á Austurvelli. Svo virðist sem streymið frá fundinum sé niðri.

Staðan er svona:

— Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ætlar ekki að segja af sér. Þetta sagði hann í viðtali í fréttum Stöðvar 2 í hádeginu.

— Bjarni Bene­dikts­son, efnahags- og fjár­málaráðherra, mætir ekki á þingfund í dag. Vísir hefur eftir Svanhildi Hólm Valsdóttur, aðstoðarmanni hans, að fjögurra tíma seinkun hafi verið á innanlandsflugi Bjarna í Bandaríkjunum í gær. Hann missti því af tengifluginu hingað til lands.

— Bjarni segir í samtali við mbl.is að staðan sé mjög þung fyrir ríkisstjórnina. Hann segir þing­menn Sjálfstæðisflokks­ins skynji að þungt hljóð sé í fólki eft­ir um­fjöll­un um Pana­maskjöl­in og tengsl ís­lenskra ráðamanna við skatta­skjól. Bjarni ætlar að ræða við for­svars­menn Fram­sókn­ar­flokks­ins seinna í dag.

— Þing­menn minnuhlutans funda nú sam­an um van­traust­til­lögu á rík­is­stjórn­ina sem lögð verður fram seinna í dag.

— Þúsundir hafa boðað koma sína á mótmæli á Austurvelli í dag þar sem krafist verður þess að boðað verði til kosninga.

— Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra segist styðja Sigmund Davíð í ótrúlegu viðtali á vef RÚV.

— Ísbúðin Val­dís á Grandag­arði býður upp á Wintris-ís. Hann er súr og stút­full­ur af hrokaog mæl­ir starfs­fólk ísbúðar­inn­ar ekk­ert sér­stak­lega með hon­um.

Auglýsing

læk

Instagram