Foreldrar JóaP og Króla sjá um fjármálin hjá heitustu röppurum landsins: „Við erum bara unglingar“

Faðir Króla og móðir JóaP sjá um fjármálin fyrir þessa vinsælustu rappara landsins um þessar mundir. Króli sagði frá þessu á hreinskilinn hátt í viðtali hjá vefmiðlinum SKE á dögunum. Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan.

JóiP og Króli njóta gríðarlegra vinsælda um þessar mundir. Þeir slógu í gegn með laginu B.O.B.A í fyrra og gáfu nýlega út aðra plötu sína, Afsakið hlé, sem er komin yfir tvær milljónir hlustanir á Spotify. Þá er brjálað að gera hjá þeim að spila úti um allt, nú þegar fyrirtæki landsins halda árshátíðir sínar.

Króli segist í viðtali hjá SKE vera með sparireikning undir ósköpin. „Pabbi minn og mamma hans sjá bara um öll fjármálin okkar og passa hvert allur peningurinn okkar fer,“ segir hann.

Maður getur gleymt sér í öllu þessi drasli sem við erum búnir að vera að gera og þá er þægilegt að hafa einhvern til að halda sér niðri á jörðinni og eins og mamma og pabbi eru búin að vera að gera. Og gera ógeðslega vel.

Króli segist í viðtalinu hjá SKE þurfa að fara í gegnum föður sinn til að fá pening fyrir pizzu og að því sé ekki alltaf tekið vel. „Þetta er eins og í gamla daga nema núna er ég að biðja um pening frá mínum eigin reikningi, ekki frá honum,“ segir hann léttur.

Myndband: Jói P og Króli áttu fallegasta vinamóment ársins í Menningunni á RÚV

„Samt er hann alltaf alveg „argh!“ en það er bara gott. Mér finnst það gott. Mér finnst það hollt samband að það séu spurningar og röffleiki og bara aðhald skilurðu. Við erum náttúrulega bara unglingar.“

Króli segir að enginn unglingur myndi ákveða að vera allt í einu hrikalega skynsamur með peningana sína og tekur dæmi: „Ég er enginn bílakall en ef ég væri bílakall og með 100 prósent aðgengi þá væri ég búinn að kaupa mér einhvern stúpid bíl og ég væri búinn að klessa hann.“

Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan

Auglýsing

læk

Instagram