Forsetinn boðar til blaðamannafundar á Bessastöðum, forsetaritari þögull um tilefnið

Ólafur Ragnar Grímsson, for­seti Íslands, hef­ur boðað til blaðamanna­fund­ar á Bessa­stöðum klukkan 16.15 í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skrif­stofu for­seta Íslands en ekki kemur fram hvert til­efni fund­ar­ins er.

Örn­ólf­ur Thors­son for­seta­rit­ari er „þög­ull sem gröf­in“ varðandi efni fund­ar­ins, samkvæmt mbl.is.

Ólafur Ragnar hefur nokkrum sinnum verið spurður í fjölmiðlum hvort hann ætli að hætta við að hætta eftir að tenglst íslenkra stjórnmálamanna við aflandsfélög voru opinberuð og forsætisráðherra sagði af sér. Hann hefur svarað því eitthvað á þá leið að hann hafi ekki leitt hugann að því.

Ólaf­ur Ragn­ar flýtti heim­för sinni úr fríi í kjöl­far upp­ljóstr­ana Reykja­vík Media um af­l­ands­fé­lag Sig­mund­ar Davíð Gunn­laugs­son­ar, þáver­andi for­sæt­is­ráðherra.

Sig­mund­ur Davíð fór svo á frægan fund með forseta og bað, samkvæmt Ólafi, um heimild til að rjúfa þing. Ólafur Ragnar hafnaði þeirri beiðni.

Auglýsing

læk

Instagram