Framsóknarflokkurinn slítur stjórnarmyndunarviðræðunum, flokkurinn treystir ekki Pírötum

Auglýsing

Framsóknarflokkurinn hefur slitið stjórnarmyndunarviðræðunum. Þetta kemur fram á mbl.is.

Ástæðan samkvæmt mbl.is er sú að flokkurinn telur meirihlutan of tæpan. Ásamt Framsókn myndu Vinstri græn, Samfylkingin og Píratar mynda 32 þingmanna meirihluta sem er minnsti mögulegi meirihluti á þingi. Í frétt mbl.is kemur fram að Framsóknarflokkurinn treysti ekki Pírötum í svo naumu meirihlutasamstarfi.

Píratar sendu frá sér tilkynningu rétt í þessu þar sem kemur fram að þingflokkur Pírata telji ekki fullreynt að ná jákvæðri niðurstöðu í stjórnarmyndunarviðræðum. „Samtalið hefur gengið vel og telja Píratar alla hafa komið að borðinu með það að markmiði að ganga í þau stóru mál sem bíða okkar,“ segir þar.

„Píratar skilja áhyggjur af naumum meirihluta og telja hinu augljósu leið að bjóða fleirum að borðinu. Milli flokkanna fjögurra ríkir mikið og gott traust. […] Þær samningaviðræður sem fram fóru voru ánægjulegar og jákvæðar miðað við áherslur Pírata í nýafstöðnum kosningum. Mál sem ágreiningur hefur verið um hafa verið rædd í sátt.“

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram