Fremst í Dunkin’ Donuts-röðinni: „Maður er enn þá volgur eftir Eyjar“

Agatha Rún situr fremst í röðinni fyrir utan Dunkin’ Donuts sem opnar klukkan níu í fyrramálið. Næstur í röðinni er Jón Karl sem er nýkominn frá Þjóðhátíð í Eyjum og óttast ekki þreytan láti segja til sín í nótt.

Sjá einnig: Röð byrjuð að myndast fyrir utan Dunkin’ Donuts þegar 12 tímar eru í opnun

Í samtali við Nútímann játa þau að loforð um fría kleinuhringi í heilt ár hafi rekið þau á staðinn ásamt ást á kleinuhringjum. „Og líka það að hafa ekkert að gera,“ segir Jón Karl.

Maður er enn þá volgur eftir Eyjar. Ég kom heim í gærmorgun, þannig að sólarhringurinn er enn í ruglinu.

Agatha mætti með svefnpoka og óttast ekki kuldann þegar nóttin skellur á. Þá er búið að lofa þeim kaffi og drykkjum sem ættu að hjálpa þeim að vaka.

Hér má sjá röðina sem hafði myndast upp úr klukkan 22.

Spurð hvort þau séu sérstakir aðdáendur bandaríska kleinuhringjarisans hafa þau sitthvora söguna að segja.

„Ég bjó í Ameríku og lifði á þessu þar,“ segir Agatha og Jón Karl grípur orðið:

„Þetta er alls staðar í heiminum og maður hefur farið á þessa staði þar sem maður hefur komið — í Þýskalandi, Bandaríkjunum, Danmörku og allt það.“

Og er þetta eitthvað sem hefur vantað á Íslandi? Fjölbreytni í kleinuhringjum?

„Já, almennilega kleinuhringi. Ekki bara súkkulaði og karamellu,“ segir Agatha. Jón tekur undir það.

Auglýsing

læk

Instagram