Friðrik Dór og BRÍET með magnaða útgáfu af laginu Hata að hafa þig ekki hér

Auglýsing

Söngvarinn Friðrik Dór Jónsson sendi í dag frá sér nýja útgáfu af laginu Hata að hafa þig ekki hér í tilefni af afmælistónleikum hans á laugardaginn. Hlustaðu á lagið hér að neðan.

Lagið er nú í nýrri útsetningu Ara Braga Kárasonar og Friðrik Dór fær söngkonuna BRÍET til þess að syngja með sér. Lagið vann hann upprunalega með hljómsveitinni Kiasmos fyrir plötuna Vélrænn árið 2012.

Eins og kemur fram hér að ofan er lagið gefið út í tilefni af afmælistónleikum Friðriks sem verða haldnir í Kaplakrika þann 6. október en Friðrik verður þá þrítugur á miðnætti.

Útkoman er ansi mögnuð

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram