Geimverur máttu ekki kallast „sneepers“ vegna þess að það er snípur á íslensku

James Gunn, leikstjóri og handritshöfundur kvikmyndanna Guardians of the Galaxy, deildi ansi skemmtilegri sögu með aðdáendum sínum á Facebook í dag.

Gunn sagðist hafa gaman að því að nota eins mörg nöfn úr myndasögum og mögulegt er í handritunum, þar sem aðdáendurnir hefðu sérstaklega gaman að því. Benti hann á persónurnar Kraglin, The Broker, Bereet og Garthan Saal.

Ég þarf að bera hvert einasta nafn undir lagadeild Marvel. Undanfarið hef ég unnið að því að koma í gegn geimverum sem sjást aðeins í bakgrunni. Það er alltaf leiðinlegt að fá ekki að nota nöfn en það er oftast vegna þess að Fox, Sony eða Hasbro á réttinn á þeim.

Hann fékk þó ansi skemmtilega ástæðu frá lagadeildinni í dag þar sem honum var ráðlegt að nota ekki nafnið á tegund geimveranna: Sneepers. Og ástæðan að mati lagadeildar Marvel? „Sneeper er snípur á íslensku.“

Hér má sjá færsluna frá James Gunn.

While writing Guardians scripts I like to use the names of characters from the comics as much as possible – it makes…

Posted by James Gunn on Friday, September 11, 2015

Auglýsing

læk

Instagram