Góðhjartaður huldumaður lýsir eftir dreng á hjóli sem datt og braut gítarinn sinn: „Vil borga viðgerð á gítarnum“

Tónlistaráhugamaður sem vill ekki láta nafns síns getið hafði samband við Nútímann í dag og sagðist hafa séð ungan dreng detta af hjóli sínu með þeim afleiðingum að gítar sem hann var með á bakinu virðist hafa brotnað. Drengurinn var að hjóla upp Kringlumýrarbraut, rétt hjá Grand Hótel,  um klukkan 15 þegar óhappið varð.

Huldumaðurinn var á bíl og gat ekki stoppað í umferðinni til að hjálpa drengnum. Hann hafði því samband við Nútímann í von um að hafa uppi á drengnum þar sem hann vill ólmur hjálpa honum að bæta tjónið. „Ég vil borga viðgerð á gítarnum — greyið kallinn hefur örugglega verið miður sín,“ segir maðurinn í samtali við Nútímann.

Ég get ekki þolað það að gítarinn hans hafi brotnað. Ég er baráttumaður fyrir því að fólk spili á hljóðfæri.

Maðurinn óskaði eftir nafnleynd þar sem hann vill ekki beina athygli að sjálfum sér. Ef þú ert ungi drengurinn eða þekkir hann skaltu senda okkur póst með því að smella hér.

Auglýsing

læk

Instagram