Google eins og félagsheimili með mat út um allt, 10% tímans fer í klikkaðar hugmyndir

Google er svolítið eins og félagsheimili þar sem það er matur út um allt. 10% af tíma starfsfólks fyrirtækisins á að fara í klikkaðar hugmyndir. Þetta kom fram á fundi í tilefni af 20 ára afmæli Netbanka Íslandsbanka í morgun sem fjallaði um hvernig bankar geta lært af öðrum.

Guðmundur Hafsteinsson flutti erindi á fundinum en hann er mikill reynslubolti út frumkvöðlaheiminum bæði hér heima og í Bandaríkjunum. Hann hefur m.a. unnið hjá Siri og síðar Apple auk þess að hafa verið hjá Google í nokkurn tíma. Upptöku af fundinum má sjá hér fyrir neðan.

Sesselja Vilhjálmsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri TagPlay, stýrði fundinum og spurði Guðmund meðal annars hvernig er að vinna hjá Google, en fá fyrirtæki hafa vakið jafn mikla athygli fyrir frábæra aðstöðu starfsfólks síns.

Sesselja hefur heimsótt höfuðstöðvar Google og sagði að það hafi verið eins og félagsheimili með mat úti um allt. Guðmundur tók undir það.

Ég held að það sé alveg rétt. Þetta er áhugaverður staður að því leyti að það eru nokkur prinsipp í kringum það hvernig nýsköpun og þróun eiga sér stað.

Guðmundur útskýrði 70-20-10 regluna sem starfsmenn Google vinna eftir. 70% tíma þeirra í vinnunni fer í að viðhalda vörum sem er verið að vinna með núna, 20% tímans fer í að skoða ný tækifæri og 10% tímans fer í klikkuð og ný tækifæri sem ganga yfirleitt ekki upp.

„Þetta skapar starfsanda þar sem menn eru tilbúnir til að prófa að fara út fyrir mörkin,“ sagði Guðmundur.

Guðmundur velti upp spurningunni: Ef Google væri banki og fór um víðan völl. Horfðu á fundinn hér fyrir neðan.

Auglýsing

læk

Instagram