Guðni forseti gefur kauphækkunina frá sér: „Læt þessa hækkun ekki renna í minn vasa“

Auglýsing

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segist ekki þurfa á kauphækkun að halda og segist ekki hafa vitað að það stæði til að gefa honum kauphækkun. Þetta sagði Guðni á blaðamannafundi um stjórnarmyndunarumboðið á Bessastöðum rétt í þessu.

Guðni var á meðal þeirra sem kjararáð gaf ríflega kauphækkun á mánudag. Laun Guðna hækka úr tæp­um 2,5 millj­ón­um króna á mánuði í tæp­ar þrjár millj­ón­ir.

Guðni sagðist vænta þess að þingið myndi vinda ofan af hækkuninni, þar sem þingmenn hafi lýst yfir andúð sinni á henni. „Þangað til læt ég þessa hækkun ekki renna í minn vasa,“ sagði hann.

Spurður hvert hann myndi láta hækkunina renna spurði Guðni hvort hann þyrfti að segja frá því. „Á ég að vera einhver móðir Teresa sem gortar sig af því?“ spurði hann léttur.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram