Helvítis álag á Jökli í Kaleo, aflýsa nokkrum tónleikum í sumar samkvæmt læknisráði

Auglýsing

Hljómsveitin Kaleo neyðist til að aflýsa nokkrum tónleikum í sumar vegna heilsufars söngvarans Jökuls Júlíussonar. Þetta tilkynnti Jökull á Facebook-síðu hljómsveitarinnar.

Í tilkynningunni kemur fram að Jökull hafi fengið óvænt greiningu sem hafi orðið til þess að hljómsveitin þurfi að hætta við tónleika víða um heim í júlí og ágúst. Í tilkynningunni kemur einnig fram að hljómsveitin haldi áfram að spila eins mikið og mögulegt er meðfram læknismeðferðum. „Takk fyrir stuðninginn og skilninginn,“ segir Jökull.

Tilkynninguna á sjá hér fyrir neðan

Vísir greinir frá því að greininguna megi líklega rekja til álags og streitu vegna stanslausra tónleikaferðalaga undanfarin ár. Það er helvítis álag á honum. „Við höfum verið að spila um 300 daga á ári síðustu ár og því lítill tími til að hvílast,“ segir Jökull á Vísi.

Auglýsing

Sjá einnig: Jökull í Kaleo ferðast um í sérrútu og restin af hljómsveitinni í annarri: „Ég kvarta ekkert hér“

Kaleo hefur notið mikillar velgengni undanfarið. Hljómsveitin var í þriðja sæti á alternative lista Billboard fyrir árið 2016 með lag sitt Way Down We Go. Þetta er besti árangur nýrrar rokksveitar síðan Götye gaf út lagið Somebody that I used to know árið 2012.

Lögin á listanum eru þau mest spiluðu á útvarpsstöðvum í Bandaríkjunum sem sérhæfa sig í rokktónlist en Billboard útnefndi Kaleo einnig sem bestu nýju rokkhljómsveit ársins.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram