Lék Steingrím Njálsson í MORFÍS: Horfðu á ræðuna sem fór yfir strikið

Uppfært 23. mars: Myndbandið hefur verið fjarlægt en keppnina í heild má finna neðar í fréttinni.

Stjórn MORFÍS fordæmir þá orðræðu sem lið Fjölbrautaskólans Suðurlands á Selfossi notaði í ræðum sínum í keppni sem fór fram í gær. Keppandi FSu flutti ræðu sem Steingrímur Njálsson og vísaði í afbrot hans gagnvart börnum. Myndband af ræðunni má sjá hér fyrir neðan.

Umræðuefni keppninnar var Rök umfram tilfinningar og mælti FSu með en Kvennaskólinn á móti. Kvennaskólinn vann með 526 stigum.

Í tilkynningu frá stjórn MORFÍS kemur fram að dæmin sem lið FSu tók í ræðum sínum hafi verið óviðeigandi á allan hátt og það að ekki hafi verið tekið mark á viðvörun oddadómara eftir fyrsta skiptið er algjörlega til skammar.

Við gerum ekki grín að barnaníð, nauðgunum, morðum og eyðum ekki púðri í að ræða um nafngreinda afbrotamenn.

Nemendafélagi FSu og stjórn skólans hefur verið send formleg kvörtun og eru önnur lið, sem hingað til hafa verið til sóma, beðin um að hafa þetta í huga.

„Við lýstum því yfir í upphafi keppnisárs að svona framkoma væri ekki liðin og við það stöndum við. Áfram heilbrigð orðræða, virðing og málefnaleg samskipti, ekki bara í MORFÍs heldur alltaf, allstaðar,“ segir í tilkynningunni.

Auglýsing

læk

Instagram