Hreyfill sækir um vörumerkið Suber Taxi: Nota vörumerkið ef Uber kemur til landsins

Auglýsing

Leigubílastöðin Hreyfill hefur sótt um vörumerkið Suber Taxi og hyggst búa sig undir breyttar aðstæður á leigubílamarkaði á Íslandi á næstu árum. Þetta kemur fram á Vísi.

Þingmenn úr Viðreisn og Pírötum hafa lagt fram þingsályktunartillögu sem myndi afnema hámarksfjölda atvinnuleyfa til leigubifreiðaaksturs, fækka kvöðum fyrir veitingu þeirra og opna íslenskan leigubifreiðamarkað fyrir aukinni samkeppni. Ef tillagan yrði að veruleika yrði fyrirtækjum á borð við Uber og Lyft leyft að bjóða upp á leigubílaþjónustu sína í gegnum app hér á landi.

Tillagan er umdeild en Sæmundur Kr. Sigurlaugsson, framkvæmdastjóri Hreyfils, segir í samtali við Vísi að hún myndi breyta leigubílaumhverfinu á Íslandi verulega. „Ef þróunin verður þannig að við myndum fara út í farveiturekstur þá er þetta bara merki sem við ætlum að nota þar,“ segir hann á Vísi um Suber Taxi.

Það er ekkert víst að við þurfum á því að halda en þetta er bara einn liður í því að mæta breyttu lagaumhverfi.

Hann bætir þó við að ekki standi til að hefja rekstur á þjónustu á borð við þá sem er í boði hjá Uber og Lyft á næstunni.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram