Hulli við Sigmund Davíð: Ekki segja af þér alveg strax!

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fær skilaboð á Facebook-síðu grínþáttarins Hulla, úr smiðju Hugleiks Dagssonar. Sigmundur er hvattur til að bíða með að segja af sér.

„Við hjá Hulla hvetjum forsætisráðherra til að segja ekki af sér aaaalveg strax. Við erum ekki búin með hann. Ný sería í haust,“ segir í skilaboðunum og með fylgir mynd af teiknimyndaútgáfu af Sigmundi Davíð.

Nútíminn greindi frá því í október árið 2014 að ný þáttaröð væri væntanleg og nú hefur loksins verið staðfest að hún verður sýnd í haust. Fyrsta þáttaröð var sýnd árið 2013 og naut talsverðra vinsælda. Hún var líka ansi gróf, svona miðað við RÚV:

Hugleikur Dagsson er maðurinn á bakvið þættina en auk hans komu Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir, Kristján Freyr Einarsson, Þormóður Dagsson, Anna Svava Knútsdóttir, Friðrik Snær Friðriksson, Sigrún Hrefna Lýðsdóttir og Árni Vilhjálmsson að gerð fyrstu þáttaraðar.

Hulli er teiknuð útgáfa af höfundi þáttanna, Hugleiki Dagssyni. Í lýsingu á fyrstu þáttaröð kom fram að Hulli búi í Reykjavík og sé listamaður á niðurleið.

Hér má sjá færslu Hulla:

Við hjá Hulla hvetjum forsætisráðherra til að segja ekki af sér aaaalveg strax. Við erum ekki búin með hann. Ný sería í haust.

Posted by HULLI on Tuesday, March 29, 2016

Auglýsing

læk

Instagram