Hvorki Sigmundur Davíð né Sigurður Ingi flytja ræðu á eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld

Hvorki Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokkisins, né Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins, flytja ræðu á eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra, Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra og þingmaður Framsóknar og Karl Garðarson, þingmaður Framsóknar flytja ræðu í þessari röð.

Örskýring: Bíddu nú við! Af hverju er Sigmundur Davíð svona pirraður út í Sigurð Inga?

Um er að ræða sérstakar umræður í þinginu þar sem farið er yfir stefnu ríkisstjórnar, fjármál og störf Alþingis. Um er að ræða tíma sem þingmenn nota til að fara yfir það sem þarf að gera eða hefur lent útundan af einhverjum ástæðum. Umræðurnar hefjast kl. 19.40 í kvöld.

Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra tilkynnti á föstudag að hann ætli að gefa kost á sér í embætti formanns Framsóknarflokksins gegn Sigmundi Davíð. Mikil ólga er innan flokksins eftir tilkynningu hans. Kosið verður á sunnudaginn á flokksþingi Framsóknar.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður flokksins og gegndi embætti forsætisráðherra þangað til hann sagði af sér í kjölfar Winstris-málsins í byrjun apríl á þessu.

Sigurður sagði í viðtali um helgina að Sigmundi hefði ekki tekist að endurreisa traust sitt innan Framsóknarflokksins.Sigmundur sagði í viðtali um helgina að þegar Sigurður tók við embættinu hafi þeir samið um tvennt. Annars vegar að Sigurður héldi honum vel upplýstum um gang mála í ríkisstjórninni. Hins vegar að Sigurður myndi aldrei fara gegn honum.

Sigurður Ingi svaraði þessu í viðtali og sagðist hafa rætt við Sigmund um það leyti sem sá síðarnefndi sagði af sér í apríl á þessu ári. Þá segist Sigurður hafa sagt að hann hefði engan hug að sækjast eftir  formannsembættinu. Hann sagði einnig í viðtalinu að það hafi ekki gilt að eilífu.

Eygló Harðardóttir, Karl Garðarsson og Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmenn Framsóknarflokksins, vilja að Sigurður verði formaður. Eygló hefur sagt að hún muni gefa kost á sér í embætti varaformanns, verði Sigmundur ekki kjörinn formaður.

Gunnar Bragi SveinssonLilja Dögg AlfreðsdóttirVigdís Hauksdóttir og Þorsteinn Sæmundsson, einnig þingmenn Framsóknarflokksins, styðja Sigmund Davíð.

Ræðumenn kvöldsins

Umræðurnar skiptast í þrjár umferðir og hefur hver þingflokkur 10 mínútur í fyrstu umferð, 6 mínútur í annarri og 6 mínútur síðustu umferð.

Röð flokkanna verður þessi í öllum umferðum: Samfylkingin, Sjálfstæðisflokkur, Vinstri hreyfingin – grænt framboð, Framsóknarflokkur, Björt framtíð, Píratar

Ræðumenn flokkanna verða:
Fyrir Samfylkinguna tala Oddný G. Harðardóttir, 6. þm. Suðurkjördæmis, í fyrstu umferð, í annarri Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, 3. þm. Reykjavíkurkjördæmis suður, og í þeirri þriðju Árni Páll Árnason, 4. þm. Suðvesturkjördæmis.

Ræðumenn Sjálfstæðisflokksins eru Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, í fyrstu umferð, Ólöf Nordal innanríkisráðherra í annarri umferð, en í þriðju umferð Haraldur Benediktsson, 4. þm. Norðvesturkjördæmis.

Fyrir Vinstri hreyfinguna – grænt framboð tala Katrín Jakobsdóttir, 3. þm. Reykjavíkurkjördæmis norður, í fyrstu umferð, Svandís Svavarsdóttir, 5. þm. Reykjavíkurkjördæmis suður, í annarri, en í þriðju umferð Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, 9. þm. Norðausturkjördæmis.

Ræðumenn Framsóknarflokksins eru í fyrstu umferð Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra, Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, í annarri, og Karl Garðarsson, 8. þm. Reykjavíkurkjördæmis suður, í þriðju umferð.

Fyrir Bjarta framtíð tala í fyrstu umferð Óttarr Proppé, 11. þm. Reykjavíkurkjördæmis suður, í annarri Björt Ólafsdóttir, 6. þm. Reykjavíkurkjördæmis norður, en í þriðju umferð Páll Valur Björnsson, 10. þm. Suðurkjördæmis.

Ræðumenn Pírata eru Birgitta Jónsdóttir, 12. þm. Suðvesturkjördæmis, í fyrstu umferð, Ásta Guðrún Helgadóttir, 10. þm. Reykjavíkurkjördæmis suður, í annarri, en í þriðju umferð Helgi Hrafn Gunnarsson, 10. þm. Reykjavíkurkjördæmis norður.

Auglýsing

læk

Instagram