Instagram kynnir appið Hyperlapse

Instagram kynnti í dag Hyperlapse, sem er app sem tekur upp svokölluð „time lapse“-myndbönd. Áður en við reynum að útskýra það skuluð þið skoða þetta myndband sem sýnir um hvað málið snýst:

Í tilkynningu á vef Instagram kemur fram að hingað til hafi síminn ekki mátt vera á hreyfingu á meðan „time lapse“-myndband er tekið upp. Hyperlapse appið er hins vegar með innbyggt stöðuleikakerfi sem virkar einstaklega vel.

Instagram lofar einnig að Hyperlapse sé afar einfalt app sem virkar með myndavélinni í símanum og birtir myndböndin á Instagram. Það er þó einn galli á gjöf Njarðar: Appið er aðeins í boði fyrir notendur iPhone til að byrja með.

Auglýsing

læk

Instagram