Íslensk og kanadísk stjórnvöld telja sig vita hvar Jóhann Scott felur sig

Lögregluyfirvöld í Kanada og á Íslandi fengið upplýsingar um hvar Jóhann Scott Sveinsson heldur sig en hann flúði frá heimabæ sínum, Abbotsford í Bresku Kólumbíu, eftir að ákæra var gefin út á hann fyrir vörslu og dreifingu barnaníðsefni. Þetta kemur fram á DV.

Nútíminn fjallaði um málið í nóvember á síðasta ári en þá var gefin út handtökuskipun á Jóhann.

Íslendingur ákærður fyrir barnaníðsefni í Kanada: Lögreglan leitar að Jóhanni Scott

Jóhann Scott átti að mæta fyrir dóm vegna málsins þann 6. nóvember síðastliðinn en mætti ekki og því hefur lögreglan þar ytra gefið út handtökuskipun á hendur honum. Er hans nú leitað. Þá segir enn fremur í umfjöllun Abbotsford News að Jóhann Scott sé grunaður um innflutning og dreifingu á barnaklámi í júní 2022 og janúar 2023 auk þess að hafa haft í fórum sínum barnaklám í maí á síðasta ári.

Þá vissu lögregluyfirvöld ekki hvar hann var niðurkominn. Hann mun þá hafa flutt í snarhasti, samkvæmt heimildum DV, með eiginkonu sinni og barni til bæjarins Stoney Plain, sem er innan Edmonton-héraðs í Alberta-ríki Kanada. Svæðið mun vera utan lögsögu lögreglu í heimabæ Jóhanns, Abbotsford.

Auglýsing

læk

Instagram