Íslensk vændiskona stígur fram og íhugar að fara með nöfn kaupenda til lögreglu: „Flestir þeirra voru giftir og áttu börn“

„Flestir eru á aldrinum 35 til sextugt. Flestir þeirra voru giftir og áttu börn og jafnvel barnabörn. Einn er mjög mikið í fréttum og það er mjög óþægilegt að geta ekki horft á fréttir án þess að geta séð einn af gerendum sínum,“ segir íslensk vændiskona í viðtali við Stöð 2. 

Konan, sem stundaði vændi í Reykjavík í rúm fimm ár, kom ekki koma fram undir nafni til að vernda fjölskyldu sína. Hún sagðist í viðtalinu sem sjá má hér að neðan ekki hafa hugmynd um hversu margir menn keyptu aðgang að líkama hennar á þeim tíma sem hún stundaði vændi.

Konan rukkaði 35 þúsund á klukkutímann en sagði jafnframt að fastakúnnar hefðu oft á tíðum samið um afslátt. Hún íhugar nú að koma þeim nöfnum mannana sem keyptu aðgang að líkama hennar til lögreglu. „Nöfn á fyrrverandi kaupendum geta hjálpað í nýjum málum. Ég er ekki ein um að íhuga það,“ segir hún.

Auglýsing

læk

Instagram