Íslenska Nespresso-vefverslunin opnar í nóvember, hylkin ódýrari en í Bandaríkjunum

Fyrsta Nespresso-verslunin opnar hér á landi 1. desember. Verslunin verður í Kringlunni þar sem Topshop hefur verið síðustu ár. Netverslunin opnar í nóvember. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu.

Nespresso-kaffivélar hafa verið seldar hér á landi um árabil en fólk hefur hingað til þurft að nálgast kaffihylkin með krókaleiðum. Fólk hefur ýmist keypt þau erlendis eða í gegnum aðila sem hafa selt þau hér á landi án þess að vera með sérstakt umboð fyrir þeim.

Jónas Hagan, forsvarsmaður verslunarinnar, segir í samtali við Morgunblaðið að verðið á Nespresso-hylkjunum verði að öllum líkindum lægra hér á landi en í Bandaríkjunum. „En þetta verður sennilega aðeins dýrara en á meginlandi Evrópu.“

Auglýsing

læk

Instagram