Jón Gnarr skrifar bók í Texas

Auglýsing

Eins og Nútíminn greindi frá á sunnudagskvöld er Jón Gnarr að flytja til Texas. Þar mun hann starfa sem sérstakur rithöfundur við orku- og umhverfisrannsóknarmiðstöð vísindadeildar Rice háskóla í Houston (CENHS). Hann er sá fyrsti sem gegnir stöðunni.

Í bloggfærslu á vef Rice háskóla kemur fram að opinn upplestur á leikriti Jóns, Hótel Volkswagen, fari fram á vegum leikfélagsins Mildred Umbrella í Houston í janúar á næsta ári. Þá mun Jón koma fram á viðburðum á vegum háskólans og vinna að bókinni A Human’s Guide to Politics, um reynslu sína sem borgarstjóri Reykjavíkur.

Hann dvelur við skólann á vorönn á næsta ári en hefur gefið í skyn að hann vilji búa lengur í Texas. „Ég býð mig kannski bara fram sem ríkisstjóri í Texas,“ er haft eftir Jóni á vef Rice háskólans.

Dominic Boyer, stjórnandi við CENHS, segir að saga Jóns sé hvatning fyrir hreyfingar og einstaklinga um allan heim sem eru að leita nýrra leiða til að nútímavæða pólitíkina:

Hann og samstarfsfólk hans í Besta flokknum sönnuðu að borgarar geta mannað, stýrt og jafnvel bætt pólitískt kerfi okkar ef tækifæri gefst. Við hjá CENHS teljum að það sé ómögulegt að takast á við áskoranir í orku- og umhverfismálum sem við stöndum frammi fyrir án þess að byrja að þróa pólitískar hugmyndir og stofnanir samtímans. Þetta hefur Jón Gnarr vitað lengi og hann veit að loftslagsbreytingar eru stærsta áskorunin sem við stöndum frammi fyrir. Hann kemur með reynslu, hugsjón og hugmyndir að borðinu og við erum afar spennt að fá tækifæri til að læra og hlæja með honum.

Auglýsing

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram