Jón Gnarr styður Báru og býðst til að hrinda af stað söfnun: „Ég skal stjórna uppboði“

Jón Gnarr fyrrverandi borgarstjóri hefur boðist til þess að hefja söfnun fyrir Báru Halldórsdóttur aktívista og uppljóstrara. Jón greinir frá þessu á Twitter-síðu sinni.

Fjölmiðlar greindu frá því í gærkvöldi að Bára hefði verið boðuð í skýrslutöku hjá Héraðsdómi síðar í þessum mánuði vegna einkamáls sem þau Anna Kolbrún Árnadóttir, Bergþór Ólason, Gunnar Bragi Sveinsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skoða nú að höfða gegn henni.

Ef svo ólíklega vildi til að Bára Marvin yrði dæmd til að borga eitthvað þá verður slegið í söfnun hér og ég skal stjórna uppboði og hvaðeina,“ skrifaði Jón.

Færsla Jóns

Auglýsing

læk

Instagram