Kanada lögleiðir kannabis

Kanadíska þingið hefur samþykkt ný lög sem heimila neyslu kannabis-efna. Kannabislögin voru samþykkt með 59 atkvæðum gegn 29 í öldungadeild kanadíska þings­ins í gær.

Kanadabúar munu því geta keypt og selt kannabis í fyrsta lagi í september á þessu ári. Hver ein­stak­ling­ur sem hef­ur náð lögaldri mun þá mega að hafa allt að 30 grömm í fór­um sín­um. Það verður einnig heim­ilt að rækta allt að fjór­ar kanna­bis­plönt­ur á hverju heim­ili.

Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, fagnaði niðurstöðunni á Twitter. Hann segir að það hafi verið of auðvelt hingað til fyrir ungt fólk að nálgast kannabis og að glæpamenn hafi notið ágóðans af sölunni. Eitt af kosningarloforðum hans árið 2015 var að lögleiða kannabis.

Refsingin fyrir að selja einstaklingum undir lögaldri kannabis verður alvarleg en fólk má reikna með því að sitja í fangelsi í allt að 14 ár fyrir slíkt athæfi.

Auglýsing

læk

Instagram