Konukvöld í Bauhaus fyrir konur sem njóta þess að sinna sjálfar viðhaldi á heimilinu

Sérstakt konukvöld verður í byggingavöruversluninni Bauhaus fimmtudagskvöldið 27. ágúst. Þetta kemur fram á vef verslunarinnar.

Konunum verður meðal annars kennt að leggja gólfefni, sýnt hvernig einföld flísalögn virkar ásamt því að fá kynningu á málningarvörum.

„Ef þú ert kona sem nýtur þess að sinna sjálf viðhaldsverkum á heimilinu skaltu endilega koma í verslunina og taka þátt í einni af Women’s Night-smiðjunum okkar,“ segir á vefnum.

Þar færðu bæði hollráð og frábærar hugmyndir að margs konar verkefnum í viðhaldi og viðgerðum.

Konurnar fá að prófa að leggja gólfefni ásamt því að fá að prófa ýmsar tegundir málningarvara. Loks verða kynntar nýjar línur í ljósadeildinni fyrir komandi vetur.

Auglýsing

læk

Instagram