Konur í heilbrigðisþjónustu segja frá mismunun, áreitni og ofbeldi í starfi: „Djöfull ertu í sexy nærbuxum“

627 konur í heilbrigðiskerfinu hafa skrifað undir yfirlýsingu og krefjast þess að heilbrigðisyfirvöld landsins, stéttarfélög, fyrirtæki og stofnanir á heilbrigðissviði viðurkenni að kynbundið ofbeldi eigi sér stað og komi sér upp verkferlum séu þeir ekki til staðar. Yfirlýsingunni fylgja 53 frásagnir af kynbundinni mismunun, kynferðislegri áreitni og ofbeldi í starfi.

Konurnar fara fram á að þolendur kynferðisofbeldis og kynbundinnar mismununar innan heilbrigðisþjónustunnar verði veittur stuðningur. „Ljóst er að kynbundið ofbeldi, áreitni og mismunun er vandamál í heilbrigðisþjónustu á Íslandi líkt og á öðrum stöðum í samfélaginu,“ segir í yfirlýsingunni.

Ein af þeim sem leggja fram nafnlausa sögu segir frá eldri manni.

Ein eftirminnileg saga. Var inn í herbergi með karlmanni sem var 40 árum eldri en ég. Þurfti að taka margar blóðprufur, setja æðalegg og búa um sár. Hann talaði mikið um börnin sín og vinnu. Ég kinkaði bara kolli og reyndi að einbeita mér. Þegar ég var búin að vera inn í herberginu í nokkrar mínútur sagði hann ”ég ætti að læsa herberginu, henda þér upp á bekkinn og ríða þér“. Mér brá en svaraði stuttu seinna ”þú varst að segja mér frá dætrum þínum, ég ætla að vona það að þær þurfi ekki að hitta menn eins og þig í vinnunni sinni“.

Önnur saga um af  fullorðnum karli

Eg var eitt sinn að búa um rúm hjá fullorðnum karli sem sagði svo við mig þegar ég snéri baki i hann ”djöfull ertu í sexy nærbuxum“ 
Er ekki hægt að hafa meira en bara einn lit að buxum……. það sést allt i gegn um hvítar buxur.
Þegar ég var að vinna a öðrum stað í heilbrigðisgeiranum þá var sagt við mig þegar ég skrifaði undir ráðningarsamninginn minn ”djöfull verður þér nauðgað í sumar maður “. Átti víst að þýða að það yrði mikið að gera …. þar var mér líka oft boðið að koma og hlýja karlþjóðinni uppi í rúmi og sagt að ég væri með rosalega flott brjóst.
Lét þetta bara yfir mig ganga vegna þess að mig langaði svo i vinnu þar… en mikið er ég fegin að ég er hætt.

 

Auglýsing

læk

Instagram