Kristileg stjórnmálasamtök gagnrýna Morgunblaðið fyrir að hvetja til munnmaka

Á mbl.is í dag er birt grein undir fyrirsögninni Að veita karlmanni guðdómleg munnmök. Þar er vísað í myndband kynlífssérfræðingsins Adinu Ri­vers og lesendum gefin fimm góð ráð.

Rivers ráðleggur kvenkyns áhorfendum myndbandsins meðal annars að njóta, stríða, láta í sér heyra ásamt því að vera mjúk og undirgefin. Loks segir hún að „hann tapi sér“ ef hendurnar eru notaðar rétt.

Kristileg stjórnmálasamtök halda úti bloggsíðu á Moggablogginu og birta færslu sem þau tengja við umfjöllunina.

Ofurbloggarinn Jón Valur Jensson skrifar færsluna undir fyrirsögninni: Agiterað fyrir munnmökum á miðli virðulegs blaðs! (upphrópunarmerkið er hans).

blasphemy

Þar segir hann að „óeðlilegt kynlíf virðist boðað markvisst á Smartlandi Mbl.is.“ og bendir á að munnmök séu fjarri því að vera „guðdómleg“ enda vari Páll postuli við því að „eðlilegum samförum sé breytt í óeðlilegar.“

Jón Valur segir að Morgunblaðið eigi hvorki að bera svona tillögur fyrir augu lesenda sinna né draga úr áhrifum kristilegs uppeldis.

Siðferðilega afleitt eðli þessa fyrirbæris orsakast ekki í sjálfu sér af smithættunni, sem fylgir (m.a. af krabbameinssmiti), heldur af gjörðinni sjálfri. Hins vegar (eins og Cicero hefði sagt) styðja smit-afleiðingarnar hina siðferðislegu röksemd.

Smelltu hér til að lesa færsluna á bloggsíðu Kristilegu stjórnmálasamtakanna.

Auglýsing

læk

Instagram