Krúttlegasti nýi Íslendingurinn er broddgölturinn Bernie: „Það kom ekki til greina að skilja hann eftir“

Broddgölturinn Bernie er orðinn löglegur íbúi á Íslandi eftir langt og strangt ferli sem tók meira en ár. Fjallað er um Bernie á mbl.is. Sjáðu myndbandið hér fyrir neðan.

Eszter Tekla Fekete, eigandi Bernies, flutti nýlega til landsins frá Ungverjalandi ásamt fjölskyldu sinni. Í umfjöllun mbl.is kemur fram að faðir hennar starfi við rannsóknir á dýrum. Hann gat því gert áhættumat sem þurfti að skila til Umhverfisstofnunar og Matvælastofnunar til að fá sérstaka undanþágu fyrir innflutningnum.

Eftir ítarlegar rannsóknir, meðal annars á heilsufari Bernies, þá fékk hann að fljúga til landsins í lok júlí. Eftir að hafa verið í sótthví í fjórar vikur komst hann loksins í hendur Eszterar. „Það kom ekki til greina að skilja hann eftir,“ segir Eszter í samtali við mbl.is.

Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan

Auglýsing

læk

Instagram