Liam Gallagher vill að Mr. Bean leiki bróður sinn í kvikmynd um Oasis

Auglýsing

Strigakjafturinn Liam Gallagher vill að Rowan Atkinson, sem er þekktastur fyrir túlkun sína á hinum seinheppna Mr. Bean, leik bróður sinn í kvikmynd um hljómsveitina Oasis. Þetta kemur fram á vef tímaritsins NME.

Samband bræðranna hefur ekki verið gott síðan Oasis hætti árið 2009. Liam var í viðtali á útvarpsstöðinni Absolute Radio og útskýrði val sitt á leikara til að túlka bróður sinn þannig að pirrandi persónueinkenni Mr. Bean séu ekki ólík þeim sem bróðir hans hefur til brunns að bera.

„Mr. Bean yrði flottur Noel vegna þess að hann er pirrandi, skilurðu. Manni langar bara að kýla hann í hausinn og segja honum að hætta þessu bulli,“ sagði Liam.

Þá vonaðist hann til að leikarinn Rhys Ifans, sem fór á kostum í rómantísku gamanmyndinni Notting Hill, yrði til í að taka að sér að leika sig. „Ég vil ekki fá eitthvað kyntröll í það, Tom Hardy eða einhvern. Rhys Ifans væri flottur — hann er svolítið klikkaður. Rhys og Mr. Bean. Flott er!“

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram