Sérsveitin handtekur manninn í Hafnarfirði: Ósáttur við afskipti lögreglu og sagðist vopnaður

Aðgerðum sérsveitar og lögreglu er lokið við Kirkjuvelli í Hafnarfirði, samkvæmt upplýsingum Nútímans. Maðurinn sem aðgerðin beindist gegn hefur verið handtekinn samkvæmt Vísi.

Aðgerðin beindist gegn einum einstaklingi á fimmtugsaldri í húsinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu RÚV á maðurinn langa sögu afbrota og hefur meðal annars nýverið hlotið dóm fyrir að hóta lögreglumönnum lífláti.

Samkvæmt mbl.is barst til­kynn­ing um ónæði í gærkvöldi. Skömmu seinna barst önn­ur til­kynn­ing um að maður­inn kynni að vera vopnaður og að skot­hvell­ir hefðu heyrst frá íbúðinni. Í kjöl­farið var sér­sveit­in kölluð út.

Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is heyrðust þrjú riff­il­skot. Fjölmennt lið sérsveitarinnar var á svæðinu ásamt lögreglu og sjúkraliðum.

Samkvæmt upplýsingum Nútímans voru óvenjumargir Hafnfirðingar á ferli í hverfinu og lögregla átti fullt í fangi með að vísa fólki frá svæðinu.

Lögreglan sendi frá sér eftirfarandi tilkynningu í nótt.

Um tíu leytið í kvöld var óskað eftir lögreglu vegna hávaða frá heimili í Vallahverfi í Hafnarfirði. Þegar lögregla mæ…

Posted by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu on Sunday, August 9, 2015

Auglýsing

læk

Instagram