Lögregla náði tali af manninum sem leitað var af í Fellsmúlamálinu, sleppt að loknum yfirheyrslum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur yfirheyrt bæði konuna og manninn sem búa í íbúðinni í Fellsmúla 9 í Reykjavík þar sem karlmaður segir að sér hafi verið haldið gegn vilja sínum í tvo sólarhringa í síðustu viku.

Konan gaf sig fram á föstudag og síðar náði lögregla tali af manninum.

Rætt var við fólkið en en ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir því. Var því sleppt að yfirheyrslum loknum. Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Nútímann.

Örskýring: Af hverju klifraði maður á nærbuxunum einum fata á milli hæða utan á blokk í Fellsmúla?

Málið er í rannsókn og er verið að rannsaka framburð þeirra sem tengjast því, meðal annars mannsins. Ekki liggur fyrir hvort fleiri sé leitað vegna málsins.

Tveir karlmenn voru handteknir síðastliðinn fimmtudag við fjölbýlishús í Fellsmúla. Annar þeirra reyndi að flýja af vettvangi. Lögregla taldi að þeir tengdust meintri frelsissviptingu. Í ljós kom að þeir tengjast henni lítið eða ekkert.

Auglýsing

læk

Instagram