Máni segir gott hjá KSÍ að segja nei við FIFA 17: „Þetta er bara spurning um sjálfsvirðingu“

Nútíminn greindi frá því morgun KSÍ hefði hafnað tilboði EA Sports um að íslenska karlalandsliði í fótbolta yrði í tölvuleiknum FIFA 17. FIFA er vinsælasti fótboltaleikur heims og Geir sagði í samtali við Nútímann að tilboð tölvuleikarisans hefði ekki verið nógu hátt.

Sjá einnig: EA Sports vildi hafa Ísland í FIFA 17, bauð of lága upphæð að mati KSÍ

Fréttin hefur vakið gríðarlega athygli og á Twitter er allt brjálað. „Vita þeir ekki hvað þessi leikur er stór?“ spyrja sumir á meðan aðrir tala um „ævintýralegt markaðsklúður“.

Vísir greinir frá því að tilboðið hafi verið nálægt einni milljón króna. Ekki eru þó allir sammála um að KSÍ hefði átt að taka því og Máni á X977 segir gott hjá KSÍ að segja nei. „Þetta er bara spurning um sjálfsvirðingu.“

Nútíminn tók saman brot af umræðunni

Hjalti Þór Hreinsson bendir á að KSÍ hefði getað tekið tilboði EA Sports fyrir stuðningsfólk íslenska liðsins. Á Facebook-hefur fólk bent á vonbrigði barna sinna sem hefðu viljað spila FIFA með íslenska landsliðinu.

En það er ekki allir á sama máli

Máni bætir við á Facebook-síðu sinni að tilboðið sýni „hverslags viðbjóðs fyrirtæki EA Sports er.“

„Þeim finnst samt allt í lagi að taka víkingaklappið en bjóða okkur svona eina fucking milljón,“ segir hann. „Til þess að setja þetta í samhengi er 1.000.000 ca 70 eintök keypt útúr búð af þessum leik. Finnst að við ættum að beina reiði okkar að þessu viðbjóðs fyrirtæki en ekki KSÍ.“

Auglýsing

læk

Instagram