Margrét Gnarr þjálfar fólk frá 11 löndum

Fitness-drottningin Margrét Gnarr hóf fyrr á þessu ári að bjóða upp á fjarþjálfun ásamt Birni Þorleifssyni, unnusta sínum og Taekwondo-kappa. Margrét og Björn bjóða upp á þjónustuna um allan heim í gegnum netið og eru í dag með viðskiptavini frá 11 löndum.

Þjálfun okkar er fyrir fólk frá öllum heimshornum en við erum með kúnna t.d frá Bandaríkjunum, Mexíkó, Indlandi, Sameinuðu Arabísku furstadæmunum, Katar, Ástralíu, Bretlandi, Hollandi, Frakklandi, Búlgaríu og auðvitað Íslandi.

Margrét og Björn hafa sett upp vefsíðuna Midgardfitness.com en kynna einnig þjónustuna á Facebook, þar sem hátt í 5.000 manns hafa líkað við síðu þeirra. Fáir Íslendingar eru reyndar með jafn stórar Facebook-síður og Margrét en hátt í 100.000 manns hafa líkað við síðuna hennar.

Og viðbrögðin við fjarþjálfun parsins standa ekki á sér að sögn Margrétar. „Kúnnahópurinn stækkar og stækkar og við fáum ótal fyrirspurnir á hverjum degi.“

Auglýsing

læk

Instagram