Marvel tilkynnti tíu væntanlegar kvikmyndir á Comic Con

Auglýsing

Aðdáendur Marvel kvikmyndanna fengu nóg til að kætast yfir á Comic Con í San Diego um helgina. Kevin Feige, forseti Marvel studios, tilkynnti tíu væntanlegar ofurhetjumyndir. Þetta kemur fram á vef BBC.

Aðdáendur höfðu beðið með mikilli eftirvæntingu eftir fréttum úr Marvel heiminum í kjölfar síðustu Avengers-myndarinnar, End Game, sem kom út fyrr í ár. Fjöldi þeirra hafði safnast saman og sett upp tjaldbúðir í röðinni á viðburðinn.

Óskarsverðlaunahafinn Mahershala Ali mun leika vampírubanann Blade, Natalie Portman mun snúa aftur í fjórðu kvikmyndinni um þrumuguðinn Þór þar sem hún mun fá að munda hamarinn Mjölni. Chris Hemsworth og Tessa Thompson munu einnig snúa aftur í myndinni.

 

Auglýsing

Angelina Jolie og Salma Hayek munu leika í kvikmyndinni The Eternals, Benedict Cumberbatch snýr aftur sem Dr. Strange í nýrri mynd. Fyrsta asísk-ameríska ofurhetjumyndin Shang-Chi var einnig tilkynnt en kanadíski leikarinn Simu Liu mun fara með aðalhlutverk.

Scarlett Johanson mun þá leika Black Widow í fyrsta sinn í sjálfstæðri kvikmynd og eru tökur nú þegar hafnar í Búdapest í Ungverjalandi.

Þá mun Disney+ streyma Marvel þáttaröðum eins og Loki og Hawkeye. Kevin Feige endaði svo viðburðinn á því að nefna að ekki hefði gefist tími til að ræða fleiri verkefni en aðdáendur mættu eiga von á nýrri Black Panther mynd, nýrri Guardians of the Galaxies mynd og einnig nýrri Captain Marvel.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram