Micro Bar með bestu klósettaðstöðuna

Micro Bar við Austurstræti er með bestu klósettaðstöðuna í nýrri klósettkönnun tímaritsins Grapevine.

Blaðakonan Esther Þorvaldsdóttir skoðaði klósettaðstöðuna á 14 stöðum í þetta skipti en þetta er í annað skipti sem Grapevine gerir slíka könnun. Tekið er fram að klósettin voru skoðuð á djammkvöldum. Inn í jöfnuna voru tekin magn sápu, klósettpappír, bið, hreinlæti og lykt. Loks voru gefnar mest þrjár stjörnur.

Það sem vatnar þegar veitingastaðir, barir og kaffihús eru gagnrýnd er salernisaðstaðan. Hvað er góð þjónusta ef skítugt klósett yfirskyggir upplifunina?

 

Klósettaðstaðan á Micro Bar hafði allt til alls og fékk fullt hús stiga. Nóg af sápu, hreint og vellyktandi, lítil bið og nóg af klósettpappír.

Önnur klósett komust ekki með seturnar þar sem Micro Bar var með vatnskassann, þó að klósettin á Dillon, Café París og Vínsmakkaranum hafi verið nálægt því.

Það skal tekið fram að þegar samskonar könnun var gerð í júlí voru aðrir staðir kannaðir.

Smelltu hér til að lesa stórskemmtilega umfjöllun Grapevine.

Auglýsing

læk

Instagram