Moggabloggari hneykslast á RÚV, Frosti les bloggfærsluna með þvílíkum tilþrifum

Útvarpsmaðurinn Frosti Logason fór á kostum í þættinum Harmageddon á X977 í morgun þegar hann las upp bloggfærslu Moggabloggarans Jóns Vals Jenssonar.

Í bloggfærslunni hneykslast Jón Valur á því að maður af sem er af erlendu bergi brotinn sé byrjaður að lesa veðurfréttir á RÚV. Hann segir öryggi sjómanna van­virt telur fjölmenningaryggju meðvirkra hafa tekið völdin. „Þetta gengur ekki lengur. Þessi flónslega meðvirkni er gengin út yfir allan þjófabálk,“ segir hann.

Tilraunastarfsemi með öryggi sjómanna og ferðamanna er eitthvað sem aldrei á við. Ég krefst þess, án þess að þekkja þennan mann hið minnsta, að þessi ákvörðun verði dregin til baka.

Frosti las færsluna upp með miklum tilþrifum í þættinum. Það er óþarfi að lýsa því frekar. Hlustaðu á leiklesturinn hér fyrir neðan — hann hefst þegar ein mínúta og 46 sekúndur eru liðnar.

Auglýsing

læk

Instagram