Ný dúkka sem á að líkjast Idris Elba ruglar fólk í ríminu: „Einhver verður rekinn“

Auglýsing

Dúkka sem á að líkjast Idris Elba hefur vakið mikla athygli á netinu en dúkkan sem kostar yfir 850 dali líkist leikaranum, sem var á dögunum valinn kynþokkafyllsti karlmaður heims, ekki neitt.

Þrátt fyrir að fatastílinn sé svipaður og því sem Idris Elba klæddist í sjónvarpsþáttunum Luther þá er ekki mörg önnur líkindi. Dúkkan er meðal annars alveg sköllótt en Idris Elba er með hár.

Netverjar telja dúkkuna ekki líka Elba en hafa bent á líkindi með öðrum þekktum einstaklingum og sögupersónum. Einn Twitter notandi segir að dúkkan minni á Frozone úr Incredibles myndunum en annar líkir henni við Jafar úr Aladín. Idris Elba sjálfur setti inn mynd af spjallþáttastjórnandanum Montel Williams á Twitter en hann er ekki ósvipaður dúkkunni.

Auglýsing

Sumir vilja þau meina að þetta gæti verið verra og rifja upp þegar stytta af fótboltakappanum Cristiano Ronaldo var reist á flugvelli í Madeira.

Það var ekki nóg að bæta við hári

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram